|

Vegvísir stjórnar

FHS félagar

Ný stjórn var skipuð á aðalfundi félagsins laugardaginn 4.febrúar á fundi sem var vel sóttur og fór að öllu leiti vel fram.  Stjórn vil hér nota tækifærið og þakka fyrri stjórn fyrir gott starf í þágu félagsmanna og fundastjóra aðalfundar Arnaldi Árnasyni fyrir góða fundastjórn.

Síðar sama dag komu félagar og gestir þeirra saman og skemmtu sér á Grísaveislu sem undirbúin hafði verið  af sérstakri skemmtinefnd og þökkum við henni fyrir hennar framlag en þessum viðburði hefur verið gerð skil í öðrum pistli.   Þess má geta að á aðalfundi var kallað eftir nýrri skemmtinefnd og í veislunni síðar um kvöldið var hún tilbúin og kynnt til leiks.  Frekari kynning kemur á vefinn síðar.

Ný stjórn fundaði strax eftir aðalfund og skipti með sér verkum en til viðbótar hefðbundinni hlutverkaskiptingu þá tók hver og einn sér ákveðin verkefni og eru þau að finna á heimasíðu okkar,  á síðunni „Stjórn og starfsmaður“:

Formaður                : Víðir Aðalsteinsson

Varaformaður        : Bjarni Jarlsson

Gjaldkeri                  : Ómar Karlsson

Ritari                         : Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir

Meðstjórnandi       : Valgarð Reynharðsson

Varamaður              : Eiríkur Ingi Haraldsson

Varamaður              : Katrín Árnadóttir

Verndari stjórnar er Sólrún Guðjónsdóttir.  Það að vera verndari er félagsmaður sem ætlar að koma fram útávið og tala málið stjórnar og félagsins. Við erum stolt af því að fá Sólrúnu til að vera fyrsta verndara stjórnar FHS og vonum að þeir eigi eftir að vera fleiri þegar frá líður.  Við hvetjum alla félagsmenn til að tala vel um félagið okkar og vera talsmenn þess útá við í hvívetna.

FHS er á tímamótum.  ytra umhverfi hefur breyst mikið frá því félagið var stofnað. Samgöngur hafa batnað með tilkomu nýrra flugfélaga og verðin lækkað.  Þessu til viðbótar er nokkuð um sértilboð á markaðnum.   Í svona umhverfi má vera að svigrúm fyrir frekari afslætti til félagasamtaka verði minni,  við finnum að viðsemjendur okkar eru tregari til samninga nú en áður.

Íslensku flugfélögin hafa ekki viljað semja við okkur beint það hefur verið margreynt og svörin ávallt á þau sömu „ FHS er ekki ferðaskrifstofa“.

Af þessari ástæðu hafa íslensku ferðaskrifstofurnar nú síðast Heimsferðir verið samningsaðilar okkar.

Aðalfundur vísaði til okkar nokkrum spurningum sem við munum taka fyrir og svara á þessum vetvangi.  Þá munum við setja reglulega fréttir af starfinu.  En þá að stöðunni í dag.

Fá niðurstöðu í flugmál.  Við höfum verið i samstarfi við Heimsferðir og viljum klára það samtal.  Staða núna er sú að við höfum beðið um fund en höfum ekki fengið svar.

Ef það verður niðurstaða að við náum ekki samningum þetta árið þá verður það svo að vera.  Það sem við getum þá gert er að miðla upplýsingum um far og fargjöld á vefinn.  Í þessu sambandi er hægt að setja á síðuna sérstakt svæði þar sem við söfnum upplýsingum um markaðinn og þá verða félagsmenn að vera virkir og senda inn fróðleik.   Við stjórnarmenn verðum að sjálfsögðu með augun opin fyrir tækifærum.

Við viljum hlú að félagslega þættinum og þar geta allir sem vilja tekið þátt.  Það er hægt að skipa í verkefnahópa til að sinna afmörkuðum verkefnum, ég nefni skemmtinefnd sem áður er getið,  Sögunefnd það væri gaman ef einhverjir áhugasamir félagsmenn myndu rýna í sögu FHS og safna saman upplýsingum til að setja á síðuna og miðla sögunni þannig áfram til nýrra félaga.   Ritnefnd sem hafði  umsjón með heimasíðunni.  Viðburðarnefnd á Spáni sem standa fyrir viðburðum margvíslegum sem gaman er að benda á,  nefni sem dæmi árshátíðina sem halda á í San Pedro. það eiga allir sem vilja að geta tekið þátt.

Öryggisnetið okkar.   Öryggismál eru félagsmönnum ofarlega í huga,  við þurfum að vinna áfram í öryggisnetinu, finna þjónustuaðila fyrir Íslendinga á Spáni og kynna til leiks sem og verðskrá þeirra.  Með góðu öryggisneti geta félagsmenn valið þann sem þeir tengja best við og treysta.     Við viljum stuðla að nánari samvinnu milli aðila sem sinna þessum verkefnum. Við þurfum að hlúa að þessum aðilum og má kannski segja að þeir séu starfsmenn okkar.  Við eigum að kanna hvort við getum elft samstarf þeirra í milli á einhvern hátt,  en umfram allt að þeir finni fyrir stuðningi okkar og þakklæti fyrir það sem þeir eru að gera fyrir okkur, en það er ekkert sjálfsagt mál.

Heimasíðan er verkefni sem þegar þetta er ritað er hafið.  Síðan er of hæg og erfitt að nota hana.     Við þurfum að skoða allt efni sem þar er og flokka.  Halda því sem er í gildi en eyða öðru.  Í þessu sambandi er rétt að geta þess að stjórn vinnur að þessu verkefni með félagsmanni okkar Þresti Kristóferssyni en hann tók verkenfið að sér endurgjaldslaust og hefur þegar hafist handa.

Við þurfum að hafa efni á síðuna sem spurt er um en dæmi um það er skattamál, erfðamál, tryggingamál o.s.f.

Það þarf að lesa yfir Handbókina sem Sveinn Arnar setti saman og hélt við,  hún er efnismikil og þar er að finna efni sem þarf að finna nýjan farveg á heimasíðunni.

Facebook virðist vera samskiptatækið í dag.  Við eigum að vera virk þar og nýta okkur möguleika þess til fulls og reyna að ná athygli íslendinga víðar á Spáni en félagið heitir jú „Félag húseiganda á Spáni“.

Ef vel tekst til að ná til íslendinga á örðum svæðum þá má sjá fyrir að hvert svæði þurfi sitt pláss á heimasíðunni t.d. eitt svæði opnar aðgang að svæði íslendinga í Valencia, annar fyrir Costablanca suður, þá costablanca norður, costa del sol, Barelona o.s.f.  Allt fer þetta eftir áhuga manna á þessum svæðum og samstarfsvilja væntanlegra nýrra félagsmanna á  hverju svæði fyrir sig.

Við þurfum að skoða félagskort  Við borgum félagsgjald og um leið hefst bið eftir félagsskirteinum.  Líklega má leysa svona atriði á annan einfaldari máta en það mun þessi stjórn skoða.

Afslættir fyrir félagsmenn,  Það geta allir kannað í sínu nærumhverfi hvort fyrirtæki  vilja bjóða félagsmönnum afslætti. Öllum afsláttum þurfum við að safna saman á eitt svæði á heimasíðunni undir nafninu „Afsláttarbók“

Goldacar, við erum þeirra umboðsmenn á Íslandi og ætlum að rækta áfram sambandið við þá, og reyna að efla það enn frekar.

Kveðja

Stjórn FHS.

Deila:

Skildu eftir svar