Fundur með Cove Advisers

Það hefur verið rólegt á stjórnarheimilinu undanfarið en stjórnarmenn hafa verið að heiman m.a. á Spáni.

Þann 26 október áttu tveir stjórnarmenn fund með Manuel Zeron hjá Cove Advisor en félagið hefur verið í samstarfi við hann í um tvö ár núna.   Tilgangur fundarins var að ræða samstarfið og efla enn frekar til hagsbóta fyrir báða aðila.

Við höfum nýlega sett hér á síðuna upplýsingar um útleigu íbúða en fyrir þá félaga sem hafa hug á að leigja út eignir sýnar en þeir sem það gera ættu að kynna sér reglurnar.

Það var ákveðið á fundinum að koma á málefnafundum á Spáni fyrir félagsmenn. Efnið er það sem brennur á hverjum tíma og sem setjum á dagskrá.   Manuel mun kynna það og síðan svara spurningum.  Stefnt er að því að hafa þessa fundina 3-4 sinnum á ári hafa þá markvissa og ekki of langa.  Þeir verða auglýstir hér á vefnum og á facebook og er sá fyrsti ekki mjög langt undan.   Það er af nógu efni að taka og er kominn vísir að málefnalista en við að sjálfsögðu tökum við tillögum og reynum að verða við ykkar óskum.

  • Útleiga íbúða á Spáni, að afla leyfis til skammtímaútleigu (minna en ár) og langtímaútleiga. Skyldur gagnvart lögregluyfirvöldum, skattskylda og uppgjör.
  • Ellilífeyrisþegar á Spáni, hvað ávinnst með fastri búsetu (Residencia, Padrón, heilbrigðisþjónusta), skattskylda og uppgjör.
  • Örorkulífeyrisþegar á Spáni, hvað ávinnst með fastri búsetu (Residencia, Padrón, heilbrigðisþjónusta), skattskylda og uppgjör.
  • Atvinnuleyfi og -tekjur á Spáni, atvinnuleyfi, skattskylda og uppgjör.
  • Að kaupa íbúð á Spáni
  • Að kaupa bíl á Spáni
  • Að flytja með sér bíl frá Íslandi til Spánar (íslenskar númeraplötur? Hversu lengi? Spænskar?

Hér á myndinni er Manuel Zeron ásamt Karli Guðmundssyni en skipulag funda verður að mestu á þeirra herðum.

 

Deila: