Heimsæktu sælkera-saltslétturnar á Mallorca

Spænska hornið – Heimsæktu sælkera-saltslétturnar á Mallorca.
Kæru FHS félagar og aðrir íslendingar á Spáni – Í þessum pistli Spænska hornsins skreppum við inn í mitt Miðjarðarhafið og heimsækjum eina þekktustu ferðamannaeyju í heimi – Mallorca.
Salt er líklega elsta kryddið sem mannkynið notar. – Rómverjar og Fönikíumenn söfnuðu áður sjávarsalti frá ströndum kringum Baleareyjar.
Einn mikilvægasti staðurinn er náttúruleg 3,5 km löng strönd á suðausturhluta Mallorca, sem er jafnframt eitt óspilltasta svæði Mallorca. Um miðja 20. öld voru saltslétturnar í Es Trenc (Las Salinas) miðstöð mikillar starfsemi saltframleiðenda á Mallorca. Síðan þá hefur hefðin haldið áfram: uppskera vistfræðilegs sjávarsalts af flötunum sem eru vökvaðir með kristalvatni frá Miðjarðarhafinu. Saltið safnast fyrir á yfirborði vatnsins og er baðað í sumarsólskini sem framleiðir dýrmæta kristalla sem kallast „Flor de Sal“ (saltblóm).
Sælkerar kunna að meta yfirvegaðan ilm þess og slétta áferð kristalanna. „Flor de sal“ er 100% náttúruleg vara og er alltaf örlítið rakt. Kristallarnir bráðna í gómnum þvert á hefðbundið steinsalt og það breytir einföldustu réttum í sannkallaða matreiðsluviðburði.
Flor de sal er hreinasta og dýrmætasta form saltsins. – Mjög sérstakar veðurskilyrði eru nauðsynlegar til að þetta steinefnaríka arómatíska salt kristallist á yfirborði saltsléttanna: – mikið sólskin, mildur stöðugur andvari og lítill raki í loftinu. – Fínt lag af blómlaga kristöllum myndast á yfirborði vatnsins sem síðan eru tíndir með hrífum á hefðbundinn hátt.
Kryddsalt er nokkuð nýleg nýjung og hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og Spánn er fremstur í heiminum með þessa matargerðarvöru.
Sjá nánar alla greinina (á ensku) ásamt fleiri myndum og frekari fróðleikhér ;
Ef þú vilt heimsækja saltslétturnar geturðu fengið frekari upplýsingar hér:
Þýtt og endursagt :
Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni
Deila: