Jarðskjálftinn í Torrevieja 21. mars 1829

Spænska hornið –  Jarðskjálftinn 21. mars í Torrevieja 1829

Ágætu FHS félagar og aðrir velunnendur félagsins á Costa Blanca ströndinni

Gæti jarðskjálftinn 21. mars í Torrevieja 1829 endurtekið sig?

Menningarfélagið The Ars Creatio Cultural Association, í samvinnu við ráðhúsið í Torrevieja skipuleggur röð viðburða í tilefni af jarðskjálftanum í Torrevieja sem varð 21. mars 1829, – með ferðum sem búningaleikarar og jarðskjálftafræðingurinn Nahúm Méndez Chazarra, frá háskólanum í Granada fara og þá með erindi um eyðilegginguna og hvernig það varð til að bæta skjálftavarnarreglur.

Þennan þriðjudag, 21. mars, verður þessa jarðskjálfta minnst með viðbragðsæfingum í öllum skólum Torrevieja til að læra hvernig eigi að bregðast við ef til jarðskjálfta kæmi.

Þó að við getum aðeins ímyndað okkur eyðilegginguna sem jarðskjálftinn 1829 olli, höfum við séð dauðann og eyðilegginguna sem 7,8 jarðskjálftinn sem reið yfir Tyrkland í febrúar sl. (2023) olli, þar sem að minnsta kosti 53.000 manns fórust og eyðilagði meira en 200.000 byggingar.

Jarðskjálftinn í Torrevieja 1829 var áætlaður 6,6 að stærð og 386 manns létust, en 2.965 hús eyðilögðust algerlega.

Þrátt fyrir að almennt sé talað um jarðskjálftann í Torrevieja, hafði eyðileggingin áhrif á Vega Baja, en það var ekki fyrsti skjálftinn á svæðinu. Reyndar, síðan National Geographic Institute (IGN) byrjaði að safna saman skrám um málið, hafa þrír af 27 helstu jarðskjálftum sem orðið hafa á Spáni orðið í Alicante-héraði.

Fyrir hamfarirnar 1829 þurfum við að fara aftur til 1048, þegar Orihuela moskan var eyðilögð. Hið síðara var 19. júní 1644 og hafði skjálftamiðju sína í Muro de Alcoy, þar sem nokkur hús eyðilögðust. Báðir eru skráðir sem „styrkur VIII“, sem var gamli mælikvarðinn (fyrir 20. öld) til að meta mikilvægi jarðskjálfta, og endurspeglaði í raun hversu mikil eyðileggingin varð.

Samkvæmt annálunum var áratugurinn á milli 1820 og 1830 einn af þeim sem voru með mestu jarðskjálftavirknina í Alicante-héraði. Styrkur þeirra jókst og á milli 13. september 1828 og 21. mars 1829, urðu um 200 skjálftar.

 

Þetta, og framhald á ensku, má sjá hér :

https://theleader.info/2023/03/12/could-the-1829-torrevieja-earthquake-happen-again/

 

Kveðja,

Már Elíson

Öryggis -og þjónustufulltrúi

FHS, félag húseigenda á Spáni – www.fhs.is

Deila: