KJÖRFUNDUR Á TORREVIEJA SVÆÐINU OG NÁGRENNI

Föstudaginn 20. október n.k. verður kjörfundur haldinn
á Sundlaugarbarnum “Bar Piscina” hjá “Victori og mömmu” þar sem einn af föstudagshittingum okkar fer fram. Þeir sem eru ekki vissir þá er staðsetningu að finna með því að smella á hér

Heimilisfangið er:
Calle Gorríon nr. 5
La Chismosa, Orihuela Costa.

Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur um kl. 12.
Þeir landar okkar hér á svæðinu, sem hafa haft
fasta búsetu hér (residenciu) í 8 ár eða minna,
geta kosið samkvæmt síðasta lögheimili á Íslandi.

Svo er bara að muna eftir VEGABRÉFINU sínu.

Deila: