Kynning þjónustufulltrúa FHS Hanna Maria

Eins og sagt var í stjórnarpistli fyrir viku síðan þá munum við kynna þjónustuaðila okkar á Spáni, sem mynda öryggisnet félagsmanna þegar þeir eru á Spáni.
Við byrjum á að kynna Hönnu Maríu en hún kom ný inn fyrir um ári síðan og hefur komið sterk inn. Hanna María hefur á sínu fyrsta ári nokkra reynslu af því að þjóna félagsmönnum sem öðrum íslendingum, Verkefni á liðnu ári hafa verið margvísleg og sum afar flókinn, erfið og tímafrek. Hanna María talar spænsku og er með BA í spænsku frá Háskóla Íslands. Hún talar því spænsku eins og innfædd og hefur verið með námskeið á Spáni fyrir Íslendinga í Spænsku og auglýsum við síðar næsta námskeið. Hún er í góðu sambandi við lögfræðinga og endurskoðendur og veit því hvert á að leita og miðlar reynslu sinni fúslega áfram til félagsmanna.
Hanna María er með öryggissíma FHS en hann er að finna á heimasíðu okkar. Verðskrá Hönnu Maríu er í töflunni hér neðar og þarf að smella myndina til að stækka hana.