|

Nýr “Viðburðarstjóri FHS á Spáni” er ……

Gummi og Friðbjörg
Gummi og Friðbjörg

Stjórn FHS hefur ákveðið að setja á laggirnar nýtt hlutverk á Spáni „Viðburðarstjóri FHS á Spáni“  Á öðrum  fundi stjórnar var rætt hvernig við best næðum utanum viðburði á Spáni þannig að sómi verði af. Varð úr að við viljum biðla til félagsmanna búsetta á Spáni til taka að sér að stýra viðburðum.  Við vonum að við getum komið á nokkrum slíkum víðar á Spáni til að sjá um miðsmunandi svæði en tíminn verður að leiða í ljós hvort það takist.

Hlutverk. Viðburðarstjóri FHS fær upplýsingar um alla viðburði á Spáni á vegum FHS og getur stungið uppá viðburðum við stjórn FHS.  Hann skipuleggur viðburði og fær aðra FHS félaga að eigin vali með sér í lið.   Hann þarf ekki að stjórna öllum viðburðum en það er þó æskilegt. Geti hann ekki af einhverjum ástæðum stýrt viðburði þá getur hann falið það öðrum FHS félaga sem hann treystir.

Á fundi stjórnar sem áður er getið kom fljótlega upp nafn Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar.  Guðmundur eða Gummi eins og flestir þekkja hann hefur í gegnum árin fangað athygli okkar fyrir framtakssemi og góða stjórn verkefna sem hann hefur tekið sér að skipuleggja eða komið að.

Formanni FHS var því falið að ræða við Gumma og tók hann strax vel í að vinna með okkur og er nú formlega orðin fyrsti viðburðarstjóri FHS á Spáni.  Gummi hefur notið góðrar aðstoðar konu sinnar Friðbjargar Arnþórsdóttur og vonum við og erum reyndar viss um að að þannig verði það áfram.

Gummi er því formlega orðin hluti af FHS teyminu og hans fyrsta formlega verkefni er að skipuleggja vorferð með öðrum góðum FHS félögum.

Stofnað hefur verið netfang fyrir viðburði og er það fhs.vidburdir@gmail.com

Stjórn FHS

Deila: