Lirfuaðvörun snemma á ferð.
Við höfum fjallað um þennan faraldur með nokkuð jöfnu millibili, en nú er þetta með öðru sniði. Tímabilið hefur hafist í byrjun mars, en þar sem veturinn hefur verið mjúkhentur og hlýr, þá er þessi ófögnuður kominn á kreik.
Það sem gerir þær skaðlegar eru hin fíngerðu hár sem þekja þær, en þessi hár eru eitruð og geta valdið hastarlegum ofnæmisviðbrögðum við snertingu. Einnig geta hárin borist með vindi og valdið verulegum óþægindum í öndunarvegi. Ráðlegt er að leita læknis ef fólk verður fyrir óþægindum af völdum þessara kvikinda.
Sjá fyrri umfjöllun hér, ennfremur umfjöllun Spanien i Dag hér.