|

Stjórn FHS tilkynnir samstarf við Cove Advisers

Stjórn FHS mun á næstu vikum og mánuðum vinna í því sem við viljum kalla “Öryggisnet félagsmanna” Í tengslum við það erum við að hefja samstarf við fyritækið “Cove Advisers” um að þjónusta félagsmenn FHS á Spáni varðandi margvísleg öryggis og lögfræðileg málefni.  Við erum að móta samstarf okkar og verður það auglýst hér síðar og þá þeir þættir sem félagsmönnum stendur til boða.  Framkvæmdastjóri Cove Advisers heitir Manuel Zerón er endurskoðandi og hefur hann unnið fyrir marga íslendinga.  Hann á í nánu og góðu samstarfi við þrjá lögfræðinga og verða þeir hluti af þessu samstarfi.  Manuel hefur beðið okkur um að koma eftirfarandi skilaboðum til ykkar sem fyrst og tekur fram að hann getur aðstoðað ykkur með öll þessi atriði.  Ef framvísað er félagskirteini njótið þið sérkjara en við erum m.a. að vinna í verðskrá fyrir FHS félaga.  Sjá neðar heimasíðu Cove Advisers og staðsetningu. Ef spurningar um þessi atriði þá er um að gera að hafa samband við Manuel.

  • Þeir sem eru skráðir með heimilisfesti á Spáni þurfa að fylla út yfirlýsingu/skýslu sem heitir „Form 720“ og gefa þar upp eignir sem þeir eiga erlendis. Þessa skýrslu verður að gera árlega og fyrir 31.mars ár hvert fyrir árið á undan.
  • Hæstiréttur Spánar hefur gefið út nokkrar dómsniðurstöður um að Bankar á Spáni verði að endurgreiða lántakendum lána sem eru með ólöglegum ákvæðum í lánasamningum.
  • Þeir sem leigja út eignir sínar á Spáni til ferðamanna er ráðlagt að sækja um skrásetningarnúmer hjá ferðamannaráð í Valencia héraði.

Sjá heimasíðu Cove Advisers hér og staðsetningu hér

Deila: