Spænska hornið – Bærinn með besta útsýnið á Spáni

Bærinn með besta útsýnið á Spáni
Í þetta skipti fer Spænska hornið með ykkur til GRANADA

 

MONTEFRIO, Granada

Tímaritið National Geographic lýsti einu sinni að Montefrio, þorp í Granada-héraði, væri eitt af 10 þorpum í heiminum með besta útsýnið og þar með besta útsýnið á Spáni. Þessi óvænta viðurkenning var upphafið að snjóflóði ferðamanna sem hefur breytt þorpinu að eilífu, fært ferðaþjónustu til staðbundinna fyrirtækja og endurlífgað það sem var sofandi andalúsískt hvítkalkað fjallaþorp.  – Sjónrænn kraftur landslagsins og byggingarlistar Montefrío eru töfrandi. Hin stórbrotna mannvirki sem myndar arabíska virkið og Iglesia de la Villa, staðsett ofan á klett, – eru nokkuð sláandi. Ennfremur er Montefrío á heppinlegum stað með náttúrulegum fjölbreytileika. – Frá veginum sem tengir þorpið við Íllora er hægt að nálgast Peña de Los Gitanos, náttúrulegan stein sem afmarkast í suðri af Sierra de Parapanda.

Montefrío er staðsett í norðvesturhluta héraðsins, í hjarta Montes Occidentales sem mynda miðhluta Cordilleras Beticas fjallgarðanna, á milli Sierra de Parapanda og Sierra de Chanzas. – Umdæmi þess hefur eitt fjölbreyttasta og stórbrotnasta landslag svæðisins, þar sem bröttum gróðursvæðum er plantað andstætt útskornum ræktunar- og ólífuökrum.                   Svæðið er einnig tilvalið til að göngu og taka þátt í íþróttum eins og hjólreiðum, reiðtúrum og klifri.

Loftslag Montefrío er yfirleitt meginlands-Miðjarðarhafsloftslag. Yfir sumarmánuðina verður heitt í bænum, 30-36 og allt að 40 gráðu hita. Atvinnulífið var aðallega landbúnaðartengt, með ólífur sem aðaluppskeru, en nú fer ferðaþjónustan hins vegar ört vaxandi. Það sem var tiltölulega takmörkuð atvinnugrein sem snerist um landbúnaðarvinnslu eins og olíu og mjólkurvörur hefur nú allt breyst með nýjum fyrirtækjum og starfsstöðvum sem opnuðust til að þjóna gestum. Nálægt bænum er stór fornleifastaður þekktur sem Las Peñas de Los Gitanos, frægur fyrir forsögulegar grafir sínar og leifar af rómverskum og vestgotískum byggðum.

Montefrio er hress og vinalegur áfangastaður, tilvalinn fyrir þá sem eru að leita að athvarfi í dreifbýli, með miklu plássi og fersku lofti, en ekki of langt frá alfaraleið þannig að þú getir ekki heimsótt ströndina eða borgirnar Cordoba og Granada.

Upprunagrein úr eyeonspain: https://www.eyeonspain.com/blogs/bestofspain/22273/the-village-in-spain-with-the-best-views-in-spain.aspx

Video : https://youtu.be/A3zZt8oVOP8

Þýtt, staðfært og endursagt :
Már Elíson
Öryggis- og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni
www.fhs.is

Deila: