Lestarmiðar á aðeins sjö evrur ættu að vera freistandi
FHS flytur ykkur að vanda smáfréttir sem skipta okkur máli hér á Costa Blanca ströndinni og víðar á Spáni….
Lestarmiðar á aðeins sjö evrur ættu að vera freistandi
“Renfe” mun hefja akstur háhraðalesta á Alicante-Madrid leiðinni þann 27. mars.
Ódýrustu miðarnir kosta aðeins sjö evrur.
Það mun freista margra að heimsækja höfuðborgina – eða Alicante.
Boðið er upp á fjórar ferðir á dag. Lestin mun stoppa í Albacete, Cuenca og Villena.
Alls verða 1.436 sæti laus á dag.
Renfe hefur sett upp miðasölu þannig að þú færð sjálfkrafa aðgang að ódýrustu miðunum með möguleika til að kaupa upp.
Lágir kynningarverðmiðar eru í einfaldasta flokki en því er hægt að bæta við fjölda viðbótarþjónustu eins og t.d. sætisval og auka farangursrými svo eitthvað sé nefnt.
Börn yngri en 13 ára greiða fast gjald upp á fimm evrur. Tvö börn á hvern fullorðinn er reglan og því eru barnafjölskyldur háðar því að báðir foreldrar ferðast með til að fá svona lágt verð.
Það eru nokkrir aðrir afsláttarmöguleikar.
Athugaðu httos://renfe.es.
Fréttir SÍ-spaniaidag
<Jon Henriksen>