Stjórnarpistill í Desember
Ágætu FHS félagar
Það er nokkuð um liðið síðan síðasti stjórnarpistill kom inn á síðuna og er ástæðan sú að stjórn hefur ekki komið saman í nokkurn tíma þar sem stjórnarmenn hafa verið mikið erlendis. Í kvöld kom svo að því að haldin var stjórnarfundur og þar voru þessi mál á dagskrá m.a..
Við höfum heyrt að utanríkisráðuneyti væri nú fyrir alvöru að skoða með að staðsetja ræðismann í Torrevieja. Fjöldinn sem kaus á Bar Piscina í október s.l. koma þeim mjög á óvart.
Nokkuð um nýja félaga og eru félagar í dag um 330.
Í nóvember voru sendir greiðsluseðlar fyrir 2018 í heimabanka félagsmanna. Við hvetjum alla til að greiða sem fyrst. í Janúar lokum við aðgangi inn á heimasíðuna hjá þeim sem ekki hafa greitt félagsgjald fyrir 2018.
Í janúar verða félagsskyrteini fyrir 2018 send til félagsmanna sem hafa greitt árgjald. Þau verða send á heimilisfang sem þið hafið gefið okkur upp og er í félagatalinu okkar, ef þið hafið skipt um heimilisfang á árinu þá endilega sendið okkur nýja heimilisfangið sem fyrst.
Við höfum verið í sambandi við Norweigian og Heimsferðir með einhverskonar samvinnu í huga og höldum áfram að tala við þessa þá.
Við ræddum um bílaleigu samning við Goldcar, við erum í samvinnu við Goldcar í dag, en líka við aðra minni bílaleigu sem er til í að vinna með okkur og við segjum nánar frá síðar.
Ný heimasíða er kominn í loftið og vonandi eru allir sem komast þar inn. Stjórnarmenn eru enn að læra á nýju síðuna sem á að geta stutt við starf okkar og væntum við góðs af henni.
Facebook síða okkar er með 1294 fylgjendur og stækkar í hverjum mánuði.
Við ræddum nýstofnað Íslendingafélag á Spáni sem nú þegar hefur verið með sinn fyrsta viðburð „Jólahlaðborð á íslenska vísu“ og tókst að mestu vel og var vel sótt.
FHS fagnar stofnum þessa Íslendingafélags og vonast eftir góðu samstarfi við stjórn þess á komandi árum.
Nú fer að líða að aðalfundi þar sem við kjósum okkur m.a. nýja stjórn og lítum yfir farin veg og mótum stefnu fyrir næsta starfsár. Við verðum með fundinn á sama stað og síðast þ.e. agóges salnum í Lámúla þann 10. Febrúar og síðar sama kvöld verður árshátíð félagsins. Það verður gaman að sjá hvað ársátíðarnefnd hefur verið að bralla undanfarna mánuði.
Þetta var það helsta sem rætt var á þessum fundi.
Kv. Stjórn