Tilkynning til FHS félaga á Spáni !

Ágætu landar, og félagsmenn FHS – sérstaklega þeir sem eru á Spáni !
– Tilkynningin er með viðhengi/upprunalegu bréfi á ensku. –
Áríðandi tilkynning var að berast frá lögreglunni hér á Spáni, (Policia National) og er eftirfarandi, þýdd og staðfærð :
Ríkislögreglan varar við hóp þjófa, sem starfar reyndar um allt land.
Aðferð þeirra er að stöðva þig á götu með því að segjast vera “fulltrúi félagasamtaka” sem kallast MANOS LIMPIAS (Clean Hands/ hreinar hendur).
Þeir setja „sótthreinsandi hlaup“ í hendina á þér og bjóða þér að lykta. Efnið inniheldur lyf sem getur svæft þig klukkustundum saman og þegar þú vaknar hefurðu verið rænd/ur.
Forðastu fólk sem nálgast þig á götu, eða hvar sem er, með þessum hætti og/eða með spurningalista eða álíka, einnig ber að forðast ókunnuga aðila sem bjóða upp á drykki á börum.
Vinsamlegast dreifðu þessum upplýsingum eins víða og mögulegt er.
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni
Deila: