Útfararsamningar / útfarartrygging

Ágætu FHS félagar

 

Í önnum dagsins líður tíminn, og fyrr en varið rennur vor og sumar úr greipum okkar og við tekur ljúft haust.

 

Við húseigendur á Spáni og þau sem hér búa að staðaldri, höfum, á þessu herrans ári 2020, verið önnum kafin við að þreyja þorrann í félagi við Kórónaveiru, þar sem félagslíf, ferðalög og skemmtanir hafa að mestu leyti orðið að víkja fyrir þessum vágesti.

 

Ég vil nota tækifærið núna þegar um hægist, og fólk er tínast smátt og smátt til landsins í húsin sín, við golfiðkun eða að dytta að húsum sínum fyrir veturinn, – að minnast á eitt sem enginn sleppur við, þ.e. að öll munum við deyja, og hjá því verður ekki komist.

 

Fyrirtækið Rocamer, www.rocamer.es , í samstarfi við okkur hjá FHS, Félagi húseigenda á Spáni, býður okkur, þau sem hafa áhuga á, að gera „Funeral Plans“ eða „Funeral Insurance“ – svokallaðaða útfararsamninga eða útfarartryggingu fyrir okkur sem hér erum búandi, eigum eignir og eru með “residenciu” eða ekki – til að greiða fyrir andlát sem getur átt sér stað (hvar sem er í heiminum) á meðan við búum á Spáni.

 

Er þetta í alla staði hagkvæmt fyrir okkur íslendinga sem hér erum vegna geysilegs kostnaðar sem hlýst af því flytja látinn einstakling til Íslands í kistu, og getur sá kostnaður hlaupið vel á annarn tugþúsunda evra.

 

Lög á Spáni segja til um að jarðarför verði að eiga sér stað innan 2ja til 4ra daga með viðeigandi athöfn, en með útfararsamningi eða útfarartryggingu virkjast 5 daga möguleiki, nægur tími fyrir aðstandendur að koma til landsins (Spánar) – og mun samningurinn/tryggingin (Rocamer) sjá um alla athöfnina og þann kostnað sem til fellur á Spáni.

 

Rocamer eru staðsettir í Torrevieja, í eigu spænskra aðila, og hafa verið hér á þessu svæði í hartnær 60+ ára. – Þeir eru með, eiga og reka kapellur á 4 stöðum hér á suður-Spáni, San Javier, San Pedro del Pinatar, Pilar de la Horadada og San Miguel de Salinas.

 

Undir formerkjum FHS hafa þó nokkrir íslendingar nú þegar gert samninga við Rocamer, og erum við með hagstæðan afsláttarsamning við þá.

 

Í boði er að öryggis -og þjónustufulltrúi FHS á Spáni aðstoði við aðkomu og gerð samninga við Rocamer.

 

Einnig er vert að benda á, öryggisins vegna, að nauðsynlegt er fyrir húseigendur á Spáni að gera erfðaskrá hér, sem annars gæti kostað mikla skriffinsku og kerfislæg vandamál hjá hinu opinbera sem við þekkjum nú flest. – Erfðaskrá má láta gera t.d. hjá ræðismanni okkar á Orihuela svæðinu, Manuel Zerón Sánchez sem rekur alhliða lögfræðistofuna Cove Advisers, í Playa Flamenca.

 

 

 

Már Elíson

Öryggis –og þjónustufulltrúi

FHS á Spáni.

Deila: