Vegna aðalfundar FHS 2025
Kæru félagsmenn FHS.
Nú líður senn að aðalfundi FHS.
Dagsetning: Laugardaginn 8. Mars, nk. kl. 13:00
Fundarstaður: Akóges-salurinn, Lágmúla 4, 3. Hæð.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
- Ákvörðun um félagsgjald.
- Tillögur til lagabreytinga.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja manna í aðalstjórn og eins varamanns í stjórn.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Framboð til formanns
Staðan í dag er þannig, að það eru tveir í framboði til formanns,
Már Elísson og Gunnar Örn Gunnarsson.
Framboð til stjórnar
Í framboði til stjórnar eru:
Hulda Hafsteinsdóttir og Amanda Sunneva Joensen.
(Smellið á nöfn þeirra til að fá framboðskynningu þeirra).
Þeir stjórnarmenn sem gefa kost á sér áfram starfsárið 2025–2026 eru:
Burkni Aðalsteinsson, Björgvin Skarphéðinsson, Áslaug Þorvaldsdóttir og Eðvarð Björgvinsson.
Sigrún Birgisdóttir ritari félagsins, gefur ekki kost á sér áfram.
Rafrænar kosningar
Ákveðið hefur verið að efna til rafrænna kosninga vegna formannskjörs.
Hægt verður að kjósa núna til kl. 24.00 að íslenskum tíma á fimmtudeginum 6. Mars 2025 .
Opnið hlekkinn KJÓSA NÚNA og kjósið ykkar mann.
Kosningarétt hafa skuldlausir félagsmenn FHS.
Karl Kristján Hafsteinn Guðmundsson (Kalli á Spáni og vefstjóri FHS) hefur umsjón með rafrænu kosningunni. Varðandi stjórn FHS, þá telst hún fullmönnuð með þessum tveimur framboðum sem hafa borist og mun hún vonandi verða samþykkt með handauppréttingu á aðalfundi félagsins.
Þessi póstur var sendur á alla skráða félagsmenn. Ósk mín er sú, að sem flestir mæti á aðalfundinn sem tök hafa á, og þeir sem ekki geta mætt, nýti sér rafrænu kosninguna.
Aðalfundi verður streymt
Aðalfundi verður streymt á facebooksíðu FHS. Verum virk og tökum þátt.
Að lokum vil ég þakka ykkur félagsmenn góðir fyrir samstarfið sl. 6 ár í stjórn FHS.
Þetta hafa verið góð og skemmtileg ár.
Bestu kveðjur,
Ólafur Magnússon
Formaður FHS