Viðburðadagatalið
Á stjórnarfundi 24.apríl var samþykkt að leita til FHS félaga Karl Kristján Hafsteinn Guðmundsson um að samstarf sem hér með er komið á eftir símtal við Karl.
Karl eða Kalli eins og hann er kallaður hefur sett upp afar ítarlegt og gott viðburðadagatal og notar hann google map til að setja inn leiðarlýsingu.
Eins og komið hefur fram hér áður á síðunni þá snýst félag eins og okkar um samvinnu okkar félagsmanna og þess vegna er afar ánægjulegt að fá svona öflugan liðsmann til liðs við okkur.
Vinna er nú hafin við að taka niður viðburðadagatalið sem við höfum verið með á síðunni en þess í stað kemur upp viðburðadagatalið hans Kalla þegar farið er inná viðburðadagatal hér á síðunni.