Að gefnu tilefni varðandi bókanir bílaleigubíla í gegnum bókunarvél Goldcar/FHS

Goldcar_Alicante_Airport
Afgreiðsla Goldcar á Alicanteflugvelli

Föstudagur, 28. febrúar 2014.

Stjórn FHS þykir rétt að árétta við þá sem leigja bíl skv. samningi FHS við Goldcar í gegnum bókunarvélina á heimasíðu FHS að:
– ekki er greitt fyrir fyrsta aukabílstjóra
– ekki er greitt álag þótt bíll sé tekinn eftir kl. 23:00 í afgreiðslu Goldcar á flugvelli.

Þar sem þetta eru meðal sérkjara FHS-félaga, hefur það gerst að bókunarvélin hafi tilgreint greiðslu fyrir þessa þætti.

Komi slíkt fram í bókun, þá vinsamlega sendið tölvupóst á stjórn FHS, umsjon@fhs.is og þessu verður kippt handvirkt í liðinn.

Bókunarvélin er nýleg og unnið er að því af hálfu Goldcar að lagfæra þessar villur svo þetta trufli ekki þann sem bókar.

Með félagskveðju,
Sigurður.