Aðalfundur Félags húseigenda á Spáni
Var haldinn í sal Ferðafélags Íslands laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00. Fundur settur kl. 14:05 Fundarstjóri var kosinn Sigurður Steinþórsson og fundarritari Bjarni Jarlsson. Ólafur Unnar Magnússon flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2021. Gjaldkeri Ólafur Unnar Magnússon skýrði reikninga ársins 2021. Engar umræður né fyrirspurnir bárust um lið 2 og 3, skoðast þeir samþykktir. Engar…
Grísaveisla FHS 2022
Grísaveisla FHS verður haldin laugardaginn 19. febrúar 2022 í Mörkinni 6, sal Ferðafélags Íslands. Staðsetningin á korti. Húsið opnar kl. 19:00 Í boði er þriggja rétta kvöldverður. Sigga og Grétar spila fram eftir kvöldi. Miðaverð er kr. 8.500 og er greitt með millifærslu. Hér er skráningarblað til að forskrá sig og nálgast greiðsluupplýsingar: Skráningarblað Ath. Skráningu þarf að ljúka að kvöldi…
Haustfagnaður FHS 16. október 2021 á Piscina Bar.
Viðurkenningarathöfn FHS 16. október 2021. Haldin á Piscina Bar – Sundlaugarbarnum. C. del Gorrión, 5, 03189 Orihuela, Alicante, Spain Athöfnin hefst kl. 19:00 með stuttri athöfn og síðan borðhaldi. Matseðill: Forréttur: Ostur og Serrano skinka. Aðalréttur: lamb / lambalæri með öllu. Eftirréttur: Ostaterta. Drykkir: 1 flaska af eðal Rioja rauðvíni (fyrir 2). Verð pr. mann….
Sumardagurinn fyrsti.
Ágætu félagsmenn FHS!
Stjórn FHS óskar ykkur gleðilegs sumars með þeirri von að við getum farið að ferðast til Spánar áhyggjulaust, notið dvalar í húsum okkar og þess sem þar er í boði og við þekkjum svo vel. Sumardagurinn fyrsti hefur sérstakan sess í hjörtum okkar. Hann vekur vonir og eykur bjartsýni m.a. til ferðalaga.
Lifið heil. Stjórn FHS.
Gleðilega Páska
Sendum félagsmönnum FHS okkar bestu páskakveðjur
Hvenær komumst við?
Ágætu félagsmenn FHS, fréttapistill stjórnar! Flest okkar hafa þurft að sætta sig við að sitja heima vegna þessa Covid-19 ástands, og láta hugann reika um umhverfi okkar á Spáni og allt það sem þar er hægt að skoða og njóta. Sagt er að öll él birti upp um síðir og höfum við vafa lítið kynnst…