DV leitar að viðmælendum.

Við höfum verið beðin um að aðstoða DV sem vil fylgja eftir grein sem birtist á vefnum fyrir nokkrum dögum síðan.  Vonandi takið þið vel í þessa beiðni.

Sæl öll sömul.

Auður heiti ég og er blaðamaður hjá DV.

Ég er að vinna að grein um Íslendinga á eftirlaunaaldri sem flust hafa búferlum til Spánar. Í tengslum við það langar mig mikið að heyra hljóðið í nokkrum einstaklingum/pörum sem hafa tekið ákvörðun um að eyða ævikvöldinu þar um slóðir. Þetta yrði bara mjög stutt og skemmtilegt spjall á léttum nótum. Ég væri t.d. til í að vita: Er auðveldara að lifa af ellilífeyrinum þar heldur en heima á klakanum? Og er mikill munur á lífsgæðum á milli Íslands og Spánar?

Netfangið mitt er audur@dv.is og eins er hægt að hafa samband við mig á facebook.  Hlakka til að heyra í ykkur

Profile photo of Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni
About Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni 167 Articles
Stjórnarskilaboð stjornfhs123