Lögreglan handtekur svikara á flugvellinum í Alicante

Bílastæði
Bílastæðahúsið við flugstöðina

Fimmtudagur, 20. febrúar 2014.

Alríkislögreglan handtók á sunnudag á flugvellinum í Alicante (El Altet) þrjá menn á aldrinum 32-45 ára fyrir að ræna ferðamenn með greiðasemina að vopni.

Mennirnir buðu fram aðstoð sína fyrir ferðalanga til að rata í burtu frá bílastæðahúsinu, flugvellinum og í þá átt sem menn ætluðu til komast á áfangastað.

Það var í janúar að lögreglu bárust þrjár kvartanir frá erlendum ferðamönnum sem sögðu farir sínar ekki sléttar gagnvart mönnum sem héldu til í bílastæðahúsinu á flugvellinum í Alicante. Þeir höfðu verið rændir ýmist veskjum, ferðatöskum eða öðrum léttavarningi.

Lögreglan telur að þeir þrír sem nú eru í haldi eftir síðustu helgi, séu þeir sömu og voru að verki þegar kvartanirnar í janúar bárust lögreglu. Aðferðafræðin og lýsingarnar séu mjög áþekkar.

Það er víst aldrei of vel brýnt fyrir ferðalöngum að sýna fyllstu aðgæslu gagnvart óvenjulega greiðagóðri aðstoð frá ókunnugu fólki.