Niðurstöður skoðanakönnunar meðal félagsmanna skýrar

Fjölmargir félagsmenn FHS tóku þátt í skoðanakönnun á heimasíðu félagsins í síðustu viku. Afdráttarlaus stuðningur kom þar fram við að næsti aðalfundur og árshátíð yrðu haldin á höfuðborgarsvæðinu.

Næst mestur stuðningur var við að halda aðalfund eingöngu og fast á arsh6eftir kom sá möguleiki að halda aðalfund og árshátíð utan höfuðborgarsvæðisins eins og verið hefur undanfarin ár.

Því hefur stjórn félagsins ákveðið að aðalfundur og árshátíð verði haldin 6. febrúar á höfuðborgarsvæðinu og koma nánari upplýsingar um tilhögun þessa er nær dregur. Við hvetjum félagsmenn til að taka daginn frá og fjölmenna á árshátíð 2016.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá

Það er alltaf líf og fjör á árshátíðum FHS. Mynd frá árshátíð 2015

síðustu árshátíð.

ars-2

ars3