Aðalfundur 2017 og Grísaveisla
Góðir félagar
Þann 4 feb nk kl 13:30 verður aðalfundur félagsins haldin í Akoges salnum að Lágmúla og að venju er dagskrá eftirfarandi :
1. Kosning fundarritara og fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram endurskoðaðir og umræður um þá ásamt skýrslu stjórnar
4.Kosning formanns
5.Kosning 2 manna í stjórn
6.Kosning 2 varamanna í stjórn
7.Kosning skoðunarmanna reikninga
8 Tillaga um árgjald
9. Lagabreytingar
10.Önnur mál
Auglýst verður eftir framboðum í embætti síðar í mánuðinum
Að kvöldi aðalfundardags á sama stað verður svo Grísaveisla félagsin sem skemmtinefnd undir styrkri stjórn Sigurðar Steinþórssonar hefur verið að undirbúa og munu þau kynna dagskrá Grísaveislu hér á síðunni
Kveðja
Ómar Karlsson