Við vorum að fá þær sorglegu fréttir að hann Victor okkar á Bar Piscina í Las Mímosas væri látinn.
Það eru sjálfsagt tíu ár síðan Íslendingarnir á svæðinu hófu að hittast á Bar Piscina á föstudögum. Síðan þá hefur Bar Piscina verið einn af aðalsamkomustöðum Íslendinga á svæðinu og Victor og mamma hans alltaf tekið okkur vel. Vorið 2011 kom fulltrúi FHS hann Sveinn Arnar að máli við Victor og sagði af hugmynd hans um að FHS kæmi á fót bókasafni fyrir Íslendingana á svæðinu. Victor tók vel í erindið og allar götur síðan hafa bækurnar verið hýstar í veitingasal Bar Piscina.
Victor hefur ávallt verið tilbúin að hýsa hverslags viðburði Íslendinga á svæðinu. Má þar nefna hátíðahöld 17. Júní til utankjörfundakosninga fyrir síðustu Alþingiskosningar og allt þar á milli.
Samstarf okkar við Victor og hefur alla tíð verið mjög ánægjulegt og aldrei borið skugga á. Við sjáum á eftir góðum vinveittum og hugulsömum veitingamanni, bandamanni sem átti marga íslendinga að vinum sínum. Blessuð sé minning góðs manns.
Við þökkum Victor fyrir allt í gegnum langan tíma og vottum fjölskyldu hans innilega samúð.