Norwegian – UPPFÆRT frá 10.7.2017

Góðir félagar Norweigian hefur sett sæti í sölu.  í NÓV & DES er flogið á miðviku og laugardögum og í JAN & FEB á Laugardögum en þar er líka að finna einhverja dag til viðbótar.   Nú er bara að skella sér á vefinn og bóka far.                              Í framhaldi af frétt hér á vefnum þann 20. Juní um að Norweigian hyggðist fljúga í vetur á milli KEF og ALC þá er það nýjasta af því málið að nú fer að styttast í að sæti fari í sölu á vefnum þeirra en Norwegian er að vinna í útfærslunni ennþá en gera áætlanir áfram ráð fyrir flugi tvisvar í viku í NOV og DES líklega á miðvikudögum og laugardögum og einu sinni í viku í JAN og FEB.

Við fylgjumst áfram með og látum ykkur vita um leið og þetta er orðið klárt.

Þessar fréttir af Norweigian eru birtar fyrst hér á lokuðu svæði fyrir félagsmenn eingöngu en sólarhring síðar opnum við á fréttina og gerum aðgengilega fyrir aðra og setjum hana jafnframt á Facebook síðu okkar en þangað inn erum við að draga inn efni nánast daglega og stundum oft á dag svo endilega fylgið okkur þar líka.  Smellið hér til að fara á Facebook síðuna okkar.

 

 

Deila: