|

Grísaveisla 2017

Grísaveislan okkar stóð sannarlega undir nafni og Spánar þemað sem skemmtinefnd lagði mikið uppúr komst vel til skila .  Nefndin fékk salinn til afnota um hádegi sjálfan veisludaginn og var þá strax hafist handa við að skreyta.  Hlé var gert á því rétt á meðan aðalfundur fór fram en strax eftir aðalfund var haldið áfram og allt gert klárt.   Gestir mættu um klukkan 19:00 mættu um 110 gestir sem komu vel stemmdir og skemmtilegir í húsið og var tekið á móti þeim með sangríu og tapas réttum. Borðhald hófst um klukkan átta og eftir borðhald hófst dagskrá sem var vel heppnuð og mikil ánægja með en boðið var uppá dans margfalldra meistara, brandara, danskennsla og orð kvöldsins en þar var ræðismaður Spánar á Íslandi Xavier Rodriquez sem ávarpaði gesti og Xavier afskaplega ánægður með kvöldið.   Happadrættið var á sínum stað í dagskránni og náði nefndin að fá 29 vinninga gefna frá eftirtöldum fyrirtækjum og þökkum við gefendum kærlega fyrir velvildina.

Í dag kom síðan skemmtinefd saman til að ganga frá og þá fengum við skilaboð frá Vigni Kristjánssyni matreiðslumanni staðarins og vildi hann hrósa öllum sem að þessu komu sem og gestum og loka ég þessu með hans orðum,  „þetta voru frábærir gestir og allt í hæsta klassa“

Hér neðar eru nokkra myndir en ég bið þá sem með góðar myndar að senda okkur.

 

Alvín ehf

Gjafahornið

Gull&Silfur

ID á Islandi

J S Gunnarsson

Kaffitár

Klippt og skorið

Kunígund

Kvennfataverslunin Flash

Melabúðin

Nýherji

Ó Johnson & Kaaber

Rakarastofan Basic

Skóhöllin

Smart Boutique

Studio Hallgerður

Vitex ehf

Wow

Skemmtinefnd að störfum
Skemmtinefnd að störfum
Allt að verða klárt
Allt að verða klárt
Góður matur
Góður matur
Stuð á þessum
Stuð á þessum

mynd6

Sigurður heiðursfélagi og formaður skemtinefndar
Sigurður heiðursfélagi og formaður skemtinefndar

mynd3-168x300 mynd3Fylgst með happadrættinu

Fylgst með happadrættinu

Deila:

Skildu eftir svar