Haustfagnaður
Það hefur verið ákveðið að halda hinn árlega haustfagnað FHS á Spáni laugardaginn 30. september 2017. Við verðum á veitingastaðnum Laurel’s eins og undanfarin og erum við hjartanlega velkominn segja eigendurnir þau Julia and Martin. Það er gaman að geta þess að Tripadvisor gefur staðnum góða einknunn eins og þið getið séð með því að smella hér. Fyrir þá sem ekki vita hvar staðurinn er þá er hægt að opna kort með því að smella hér. en heimilisfang er: Calle los Arcos 21, 03170 Ciudad Quesada, Spain
Við vonumst til að FHS félagar okkar og gestir þeirra geri þennan viðburð eins glæsilegan og hann hefur verið undanfarin ár og biðjum við FHS félaga og þeirra gesti til að taka daginn frá og skrá sig sem fyrst fyrir miðum þar sem uppselt var í fyrra inni en einhver örfá sæti laus úti.
Rútuferðir verða á staðinn frá helstu svæðum íslendinga það er Orihuela Costa, La Marina og Dona Pepa og jafnvel fleiri hverfum, til veitingastaðarins þar sem fagnaðurinn verður haldin.
Verð á mat + rútu verður 30 Evrur á mann en það gerir tæpar 3800 kr m.v. gengi þegar þetta er ritað.
Innifalið í verði er 1/2 flaska af víni eða vatn
Að loknu borðhaldi verður svo stiginn dans við lifandi tónlist
Reikningur : 0342-13-550956