Hústaka hefur verið að vaxa undanfarið.
Ágætu félagsmenn og húseigendur á Spáni
Hér er nýlegt bréf frá sveitarfélaginu San Miguel de Salinas:
„Því miður verðum við að láta þig vita að við höfum nýlega uppgötvað að við eigum í vandræðum með hústökufólk á svæðinu (Ocupa á spænsku)“.
Það virðist vera vel skipulagður hópur sem setur í fyrsta lagi nýja lása/læsingar í framhliðin og sendir jafnvel starfsmenn til að þrífa og hreinsa garðana. – Þegar nágrannar spyrja spurninga, vísa þeir á að þeir hafi fengið fyrirmæli frá eigendunum um að láta vinna verkið. –
Þetta er fyrsta skrefið í „undirbúningi“ þess að taka eignina hernámi.
Tilvitnun í tilkynningu frá umsjónarmanni eigna í San Miguel :
„Með aðstoð staðbundinna umsjónarmanns fasteigna, Guardia Civil, og öryggisteymis okkar, höfum við náð að stöðva þrjú ný atvik. – Fasteignirnar sem um ræðir, voru vel viðhaldnar eignir sem höfðu aðeins verið lausar síðan í janúar á þessu ári fyrir útbreiðslu Corona vírussins, þar sem eigendur gátu ekki komið“.
„Við gátum gripið til skjótra aðgerða vegna þess að við þekktum eigendur viðkomandi fasteigna“.
Eftir samband umsjónarmanna við Guardia Civil gátu þeir lýst því hvað gerðist, sem líktist innbroti.
„Ef þetta hefði gerst varðandi yfirgefinna banka-eigna eða vegna látins eiganda, hefðum við því miður ekki getað aðhafst eða hjálpað“. – Spænsku lögin virðast vera sniðin fyrir Ocupas (hústökur).
„Aðeins eigandinn sjálfur hefur lagalegan rétt til að tilkynna um eignir sínar. – Þetta er ekki hægt að gera ef eignin er yfirgefin eða tilheyrir banka. – Við höfum nú þegar nokkur hús í þéttbýliskjarna hér sem eru upptekin af hústökumönnum“.
„Við biðjum alla eigendur vinsamlega að láta sig málið varða. – Láttu öryggisverði vita af því ef þú tekur eftir óþekktu fólki í nálægum eignum eða ef þú tekur eftir því að lásar/læsingar á inngangshliðum líta sem nýir út“.
„Það er mikilvægt að halda okkur upplýstum og ganga úr skugga um að við höfum réttar samskiptaupplýsingar. – Við þökkum þér fyrir samstarfið. “
—–
Einu sinni var lögunum ætlað að tryggja að langtíma yfirgefnar byggingar / hús, gætu verið löglega byggðar af öðru fólki. – Til dæmis ef eigandinn væri látinn og engin skyldmenni voru fyrir húsinu.
Það hafa verið umræður í mörg ár um að breyta þessum lögum, en ekkert hefur gerst ennþá. –
Þannig nýtir samviskulaust fólk það og hertekur nú hús, lúxus einbýlishús og nýjar byggingar, þar sem þeir geta verið vissir um að eigendurnir geta ekki komið aftur á Corona tímabilinu.
Þeir skipta um læsingar og raunverulegur eigandi hefur í raun ekki leyfi til að fara inn í sína eigin eign lengur!! –
Jafnvel þó að hústökufólk séu á endanum rekið út, er skaðinn oft mikill. – Hús og eignir eru oftar en ekki í algerri rúst, húsgögn og rafmagnstæki eru jafnvel ekki lengur til staðar.
Þýtt og endursagt :
Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi FHS á Spáni
Fróðleikur fyrir þá sem vilja kynna sér ráðleggingar, smellið þá á textann: “squatters rights in spain”