Íslendingar á leið til Spánar á COVID tímum
Ágætu FHS félagar
Margar spurningar hafa vaknað hjá Íslendingum sem eru, eða hafa hugsað sér að fara til Spánar nú á haustdögum, og hef ég tekið saman það helsta, – spurt og svarað víða af Facebook
og fært í stílinn.
Leiðbeiningar / upplýsingar um hvernig bera skuli sig að við bókun til Spánar og hvaða gögn fólk þarf að hafa meðferðis miðað við núverandi reglur um Covid 19 veiruna, – t.d. ef flogið er í gegn um London Luton flugvöll.
Maska/grímu þarf að hafa í flugi og á flugvelli – nema neytt sé matar eða drykkjar, sem eru af skornum skammti um borð amk. hjá EasyJet. – Margir veitingastaðir og verslanir eru opnir/opnir á Luton flugvelli. –
Í EasyJet eru allir með ákveðin sæti fyrirfram. – Skylda er að hafa grímu. – Einhver matur og drykkur er til sölu á báðum leiðum. –
ATHUGA VEL :
Fylla það út, prenta það út heima og sýna við komuna til Spánar. – Þá gengur allt auðveldar fyrir sig.
www.spth.gob.es
Spain Travel Health
Nóg er í flestum tilvikum að fylla út á vefnum og prenta út en svo má nota OR-kóða og sýna við komu til Spánar. –
Ekki þarf að fylla út neitt /neina pappíra þegar þú ferð í milli/tengiflug (transit) í London – þ.e.a.s ef þú yfirgefur ekki flugvöllinn í millitíðinni. –
Það þarf að hlaða niður spth.es appinu ef þetta er gert í gegnum símann.
QR kóðinni er síðan sendur með e-maili þegar búið er að svara spurningunum.
QR kóðinn er skannaður á „Barcode“ sem margir eru nú þegar búnir að sækja og setja í síma sína
og hægt að sækja á „Google Play“.
Á þessari síðu má finna allar upplýsingar og sem er uppfærð reglulega :
VISAS-IMMIGRATION.SERVICE.GOV.UK – Public Health Passenger Locator Form
Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS á Spáni.