Karl Kristján Hafsteinn Guðmundsson
Stjórn félagsins hefur hvatt félagsmenn sína um að leggja okkur lið, miðla af þekkingu og koma með ábendingar. Við njótum nú aðstoðar Þrastar Kristóferssonar sem gerði fyrir okkur nýja heimasíðu og sér um hana fyrir okkur.
Við höfum nú tekið upp náið samstarf við annan félagsmenn Karl Kristján Hafstein Guðmundsson (kallaður Kalli) en hann er mikill áhugamaður um Spán og var þar í vetur og verður aftur næsta vetur en er á Íslandi yfir sumarmánuðina. Við njótum nú þegar samstarfsins við hann en viðburðadagatalið sem er á síðunni okkar setti Kalli upp og ætlar að viðhalda.
Formaður og gjaldkeri funduðum með Kalla í s.l. viku. Á fundinum sýndi Kalli okkur áhugaverðar hugmyndir sem við viljum skoða nánar og Kalli mun leiða með þarfir og hagsmuni félagsins í huga. Kalli mun einnig fá aðgang að heimasíðu og facebook síðu okkar og mun ásamt öðrum stjórnar og starfsmönnum setja inn efni þar inn sem og skoða önnur mál með stjórn.
Við fögnum þessu, munum að við erum í þessu saman og ef einhver er þarna úti sem telur að hann geti lagt okkur lið þá skoðum við það með opnum huga.