Öryggisnetið – samstarf við Cove Advisers

Við höfum verið í viðræðum um samstarf við Cove Advisers og sagt var frá í frétt 9. Mars.  Formaður og varaformaður funduðu með eigandanum Manuel Zerón 21.Apríl og handsöluðum samkomulag um samstarf.  Samstarfið er því formlega hafið og geta félagsmenn leitað til Manuel og hans manna með erindi eins og umsókn um NIE númer, skattaskýrslur, erfðaskatt, fjárfestingar o.s.frv.  Þá mun Cove gefa út þjónustureikning fyrir túlkaþjónustu sem íslenskir þjónustufulltrúar sjá um að framkvæma.

Manuel bað um að við kæmum á framfæri upplýsingum um að einstaklingar hafa farið í mál gegn bönkum á Spáni vegna ólöglegra húsnæðislána  og unnið í undirrétti.  Ekki verður um hópmálsókn að ræða eins og við þekkjum á Íslandi heldur verður hver einstaklingur að sækja rétt sinn.   Þeir sem misst hafa íbúð geta líka átt rétt á skaðabótum ef lánasamningur var ólöglegur.  Manuel býður öllum aðstoð vilji þeir láta skoða lánasamninga sína og fá FHS félagar afslátt af þjónustu Cove Advisers sem og allri hans þjónustu gegn framvísun félagsskirteinis.

Deila: