Félag húseigenda á Spáni var stofnað 12. nóvember 1989. Lengi vel var aðal áhersla félagsins á að fá sem hagstæðust fargjöld til og frá Spáni og hefur félagið í mörg undanfarin ár haft samning við ferðaskrifstofur um flugfargjöld milli landana.  Í ár er ekki samningur og er það vegna þess að samkeppni í flugi er hörð þetta árið og flugrekendur telja ekki svigrúm til þess að gefa okkar félagsmönnum afslátt umfram samkeppnisverð nú. Við erum þó áfram í ágætu sambandi við þessa aðila ef eitthvað breytist.

Félag húseigenda á Spáni er hagsmunafélag húseigenda og væntanlegra húseigenda á Spáni.  Tilgangur þess að vinna að sameiginlegum hagsmuna- og áhugamálum félagsmanna sinna á Spáni, efla samheldni þeirra og stuðla að sem hagstæustu ferðum milli Íslands og Spánar og koma fram fyrir hönd félagsmanna í samningum.

Til þess rekum við heimasíðu og borgum mánaðarlega gjald af henni.

 • Á heimasíðu okkar er að finna “Viðburðadagatal” þar sem sagt er frá því sem er að gerast á Spáni og Íslandi.
 • Á heimasíðu okkar er að finna síðu “Fyrstu skrefin” sem er opin síða og fyrir þá sem eru að koma nýjir inn.
 • Á heimasíðu okkar er að finna síðu “Öryggisnetið” sem er síða sem snýr að öryggismálum.
 • Við erum með öryggis & þjónustufulltrúa á Spáni og höfum haft í mörg ár og greiðum þóknun til þeirra.  Fulltrúar okkar hafa alla tíð verið úrvalsfólk en í dag er Már Elíson okkar fulltrúi á Spáni.  Hann talar spænskuna vel og þekkir almennt vel til á Spáni og er fljótur að setja sig inní mál ef þess gerist þörf og hefur góða þjónustulund.
 • Fulltrúi okkar á Spáni eru með síma sem félagið á og rekur og svara allan sólahringin en símtöl eftir klukkan 17:00 á daginn eru neyðarsímtöl.
 • Við erum með net aðila sem vísað er á þegar það hentar betur t.d. vegna staðsetningar félagsmanns en nöfn þeirra allra er að finna á heimasíðu okkar.
 • Við erum í samvinnu við lögmenn á Spáni og Íslandi sem báðir veita FHS félögum afslátt af þjónustu.
 • Í febrúar ár hvert er höldum við aðalsfund á Íslandi þar er m.a. kosin 5 manna stjórn og 2 í varastjórn, síðar sama dag erum við með það sem við köllum “Grísaveislu FHS”
 • Á Spáni stendur félagið árlega fyrir haustfagnaði sem haldin er í lok september
 • Við gefum út félagsskirteini á félagsmenn
 • Við höldum úti það sem við köllum “afsláttarbók” og er að finna á heimasíðu okkar en þar eru íslenskir sem erlendir aðilar sem gefa félagsmönnum okkar afslátt af vörum og þjónustu.
 • Við höldum úti viðburðadagatali á heimasíðu okkar og vinnum með og auglýsum upp viðburði á Spáni. Í þessu sambandi höfum við fengið einn félaga okkar sem er mikið á Spáni til að vera okkar “Viðburðastjóra ” hann á að vita af öllum viðburðum og stýrir þeim en þeir eru fyrir alla en ekki aðeins félagsmenn. Dæmi um viðburði er árshátíð á Spáni, rútuferðir, mínigolfmót o.s.frv.
 • Við viljum færa verkefni til félagsmanna og í því sambandi er starfandi “Skemmtinefnd FHS” en hennar meginhlutverk er að undirbúa Grísaveislu FHS sem er haldin í febrúar ár hvert.

Allir viðburðir eiga að standa undir sér sjálfir en í krafti fjöldans er hægt að halda kostnaði niðri.

Stjórn á hverjum tíma setur sínar áherslur, sú sem nú situr hefur sett áherslu á öryggismál, góðar upplýsingar og aukna samvinnu, með öllum þeim sem vilja vinna með okkur að því að gera samfélag okkar á Spáni öruggt og skemmtilegt. Við viljum virkja félagsmenn til þátttöku í starfi fyrir félagið og vinna með hugsjónina “allir með” að leiðarljósi.

Ef þig langar að koma á framfæri einhverju þá skráðu það hér :!