10% afslátturinn hjá sundlaugarbarnum Bar Piscina í Las Mimosas og ekki einungis af matseðli.

Í samtali við Victor, einn af rekstraraðilum staðarins, vildi hann láta koma fram að afslátturinn gilti líka af drykkjum þegar matur væri keyptur, þ.e. þá reiknast 10% afsláttur af allri reikningsupphæðinni. Þá er að muna eftir félagsskírteininu.

Opnunartími Bar Piscina er frá 10:00 til 02:00 yfir sumarið og eldhúsið er opið frá 12:00 til 21:00.

Einnig er rétt að komi fram að hægt er að tengjast þráðlausu interneti á barnum. Eins og gerist og gengur á veitingahúsum er WI-FI tengingin læst, en kódinn til að opna fyrir sambandið er Z404A03B3CBB8.

Svo er ekki úr vegi að minna enn og aftur á íslenska bókasafnið og matseðil staðarins á íslensku.