Spánn býr við alvarlegan vatnsskort

Almenningur er hvattur til að spara vatn vegna lands-skorts !

Veistu að það er vatnsskortur á Spáni, og hefur einhver sagt þér að fara varlega og spara vatn ?

NEI! – Líklega ekki –

Spánn býr við alvarlegan vatnsskort, þar á meðal Orihuela Costa og nærliggjandi svæði.

Vatnsborðið í Torremendo uppistöðulóninu er í sínu lægsta þrepi en nokkru sinni, eða 34% um það bil, og aðeins þriðjungur af afkastagetu þess –

Aðal uppspretta vatns til Orihuela Costa og til allra bæja og þorpa innan héraðsins Alicante, Vega Baja og suður til Cartagena.

Á þessu svæði er meira en ein milljón manna.

Samt virðist lítið umtal til að hvetja fólk til að fara varlega með vatn, þessa helgu söluvöru og fljótandi gull. – Við verðum að spara vatn, bjarga Orihuela Costa, – bjarga svæðinu okkar!

– Þetta ákall kemur frá hollvinum Orihuela Costa í fréttamiðlinum “Leader” og er tilkominn af því að Orihuela borg þykir ansi dugleg að undirbúa byggingasvæði án tillits til afkastagetu vatns til handa væntankegum nýjum íbúum á Orihuela Costa.

Þetta má lesa ýtarlegar á

“Leader” enska fréttamiðlinum.

>Mynd frá Lake-Pedrera<

Kveðja,

Már Elíson

Öryggis -og þjónustufulltrúi

FHS, félags húseigenda á Spáni – www.fhs.is

Deila: