Viðburður á Spáni “Söngstund með Hjalla”
Í nokkurn tíma hafa verið reglulega viðburðir á Spáni sem kallaður hefur verið „Söngstund með Hjalla“ Þessir viðburðir hafa oftast verið haldnir á Bar Piscina í Las Mimosas. Mæting er yfirleitt góð og hefur landinn tekið þessu vel enda flestir sem hafa gaman af því að koma saman og taka lagið öðru hvoru. Allir geta tekið þátt því Hjalli hefur látið útbúa söngbækur fyrir þá sem ekki eru vissir á textanum. Hjalli eða Hjálmar Sverrisson fjárfesti í hljómflutningsbúnaði eftir að hann fluttist til Torrevieja sem og hefur hann látið prenta söngbækur allt til að hafa viðburðin eins og best verður á kosið. Það eru góðir menn og konur sem aðstoða Hjalla og sjá um að allt fari vel fram.
Á laugardaginn 18. Febrúar verður söngstund á Bar Piscina og hefst kl 20:00. Aðagngseyrir eru þessar hefðbundu 5 evrur
Smelltu hér til að fara á kort sem sýnir staðsetninu Bar Piscina