Lögfræðiþjónusta

Formaður og varaformaður funduðu með lögfræðistofu sem m.a. aðstoðar fólk við öflun NIE, bankareikninga, annast umskráningu á bíl, aðstoðar við kaup á fasteign og gerð erfðaskrár, búsetuleyfi, skattamál, leiguleyfi og margt fleira. Auk þess að hafa íslenskumælandi starfsmann  þá fá félagsmenn FHS 20% afslátt af þjónustu þeirra. Nánari upplýsingar á innri vef félagsins.
Lesa meira… Lögfræðiþjónusta

FHS segir upp samning við Goldcar

Stjórn FHS hefur sagt upp samningum við bílaleiguna Goldcar vegna erfiðleika á samskiptum, sem ekki hefur tekist að laga þrátt fyrir símtöl, tölvupóstsamskipti og heimsókn formanns og gjaldkera til bílaleigunnar í Torrevieja. Stjórn FHS vinnur að því að gera samstarfssamninga við aðrar bílaleigur um góð kjör fyrir félagsmenn FHS. Mikið úrval er af bílaleigum á…
Lesa meira… FHS segir upp samning við Goldcar

Bannað að fara í saltvötnin

Bannað að fara í saltvötnin Nú er það ljóst sund og leðjuböð í bleika vatninu við Torrevieja eru bönnuð að viðlögðum sektum allt að 600 Evrum. Þetta kom þetta fram þegar Fanny Serrano borgarstjóri hitti fjölmiðla síðastliðinn þriðjudag með forstöðumanni „Parque Natural de la Laguna de la Mata og Torrevieja“, Francisco Martínez. Fanny Serrano ítrekaði…
Lesa meira… Bannað að fara í saltvötnin

Hræringar á flugmarkaði.

FHS félagar. Í 2. grein laga FHS segir svo: „Tilgangur félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmuna-og áhugamálum húseigenda á Spáni, efla samheldni þeirra, stuðla að sem hagstæðustu ferðum milli Íslands og Spánar og koma fram fyrir hönd félagsmanna í samningum.“ Samkvæmt framanrituðu er það tilgangur FHS ásamt öðru, að stuðla að sem hagstæðustum ferðum…
Lesa meira… Hræringar á flugmarkaði.